Er svo hneigsluð!! fáðu það sem þú borgar eða hvað???

ég á til með að segja ykkur frá þessu en í dag fékk ég póst um að drífa í því að skrá stelpuna mína í mat í skólanum ef ég óskaði þess en til öruggi ákvað ég að hringja í skólann og gá hvort hún fengi nú ekki mat við sitt hæfi þar sem hún er með bráðarofnæmi fyrir fisk

konan sem ég talaði við sagði mér að það yrði alltaf matur handa svoleiðis krökkum og ég ákvað að skrá hana alla önnina i mat!!

eftir hádeigi hitti ég svo á konu og fór að segja henni að skrá stelpuna sína sem er með svipuð veikindi og mér hefði verið sagt að þessi börn fengju líka mat við sitt hæfi, konan var frekar hissa og sagði að hún hefði leitað eftir þessu lika og hafi fengið það svar að þegar um væri að ræða fisk í matinn fengju þessir krakkar bara meðlætið í matinn þannig að þegar það er fiskur í ofni með kartöflu og salati þá fæ dóttir mín salat og kartöflu í matinnWoundering og þar sem ég var búin að skrá mína stelpu ákvað ég samt að hringja og kanna þetta því mér fannst ég ekki fá það sem ég keypti! og svarið sem ég fékk þegar ég spurði hana að þessu var já þau fá meðlætið á meðan hinir fá fisk ég get bara ekkert að því gert að barnið þitt sé með þennan GALLA !!!!!!!!!!!!

ég sagði henni þá að ég væri alls ekki sát við þetta því ég hefði keypt meira en ég fengi og ætlaði ekki að borga hátt í 300 kr fyrir máltíðina sem hún feigi salat og katöflu eða salat og hrísgrjón meðan hin börnin borguðu það sama og fengju heila maltið!!! halló mér værki kannski sama ef það væri 1 sini í viku en það er fiskur hátt í 3 í viku!!Ég ákvað að vera frekar dónaleg og spyrja hana hvet hún færi út að borða og keypti sér nautasteik með salati og kartöflu en þegar steikin kæmi væri bara salat og karöfla á disknum ég er ekki viss um að við yrðum sátt við það eða hvað hún taldi að svo væri ekki en gæti ekkert að þessu gert þar sem væru ekki meira en helmingur með þessi veikindi þá væri bara ekkert gert fyrir þaug!!

en þrátt fyrir það þá var ég búin að hríngja í skólann og spyrja að þessu 2 tímum áður en í þessum skóla virðist meðlæti vera fæði fyrir ofnæmisbörn

hvað finnst ykkur um þetta á ég bara að sæta mig við það að borga þetta eða hvað mynduð þið gera

kvaðja mamman sem á GALLAÐA barnið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Æi dúllan mín, við eigum víst öll gölluð börn. Bara misjafnt hver gallinn er og hversu mikill. Svo erum við sjálfar víst ekki fullkomnar heldur. Veit ekki hvernig þetta endar. Finnst mjög gott að heyra að það sé fiskur þrisvar í viku í matinn. En svo koma þeir sem eru með ofnæmi. Það er auðvitað allskonar ofnæmi til og vinna að halda utan um það að hver fái það sem hann má. En það er alveg hægt. Ég veit að í Oddeyrarskóla átti hún í fyrra frosna rétti fyrir grænmetisætu til að redda.Svo veit ég að stundum vilja börnin mín ekki borða það sem er í matinn og þá vil ég endilega að þau borði allavega grænmeti eða ávexti. En annars er kannski bara málið að fara heimsókn í skólann og spjalla við kokkinn í rólegheitum og athuga hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir ykkur.

Gangi þér vel og endilega lofaðu mér að fylgjast með hvernig fer.

Anna Guðný , 12.8.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Helga Dóra

Gallað kerfi og gölluð kella sem þú talaðir við... Vona að þetta fari vel og "gallaða" barnið þitt fái næringaríkan hádegismat í skólanum... Sennilega hennar réttur, eða ég hefði haldið það......

Helga Dóra, 12.8.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ji minn hvað fólk getur verið bilað. Skemmtilegt svar hjá þessari konu. Já það er alveg víst að barnið þitt er stórkostlega gallað

Nei þú átt sko alls ekki að sætta þig við þetta. En vindmyllubarningur er oft svo erfiður. Gaman væri að heyra hvort eitthvað meira hefði gerst í þessu máli, þar sem nokkuð er síðan þú settir inn þessa færslu.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband