jæja gott fólk það er nú lant síðan síðast enda hefur svo sem ekkert gerst á þessu heimili nema þetta vanalega að vísu skruppum við á djamm í gær sem gerist orðið ekki oft. byrjað var á því að fara á innbæjar mótið sem haldið er ár hvert ínn í innbæ og var það fámennt en góðmet við grilluðum og spjölluðum þar afi tók lagjið eins og vanalega og stóð sig eins og hetja enda frábær saungmaður 83 ára að aldri haldið var svo heim um 10 leitið enda verðrið eitthvað að stríða okkur og fólkinu var að verða frekar kalt.. haldið var þá í heimahús í smá teiti og leiðin lá svo á velsmiðjuna þar sem við dönsuðum botnana undan skónum og misstum hátt í 10 kíló að ég tel rosa fínt kvöld og maður ætti nú að vera duglegri að sletta aðeins ur klaufunum og gleyma amstri dagsins.......
en já þetta með hlátur eða grátur þá á eg 6 ára gamla dóttir sem er frekar að flýta sér að verða fullorðin í síðustu viku kom hún heim og spurði okkur hvort hún mætti fá STRÍPUR ég hélt að hún væri kannski að meina styttur í hárið og væri eitthvað að rugla þessu saman og ég spurði hana hvort hún vissi hvað það væri ja svaraði mín og var nú bara frekar hissa að ég skyldi spyrja að þessu þetta væru rendur í hárið sem maður litaði bleikar eða bara þann lit sem maður liðaði best við. ég sagði henni að stelpur fengu ekki að lita á sér hárið fyrr en um fermingu en mín var frekar fúl og sagði mér að ein stela á leikskólanum væri með svona og hun væri lika bara 6 ára. eftir langt nöldur sagði ég henni að ég ætlaði að kanna þetta og ég ´gæti ekki trúað því að stelpa á hennar aldri væri með stríður í hárinu. á föstudaginn fór ég svo í leikskólann og hitti á þessa móðir sem á stúlkuna og sagði henni þetta með hneigsli að dóttir mín héldi því fram að dóttir hennar væri með strípur í hárinu.. það kom þögn á konuna sem sagði mer svo að það hafi verið afgangur á lit hjá henni og stelpan hafi viljað prufa og hun hafi sett í hana 9 strípur ég gekk í burtu frekar vandræðaleg og lika frekar hneigsluð á þessu en sem betur fer erum við foreldrarnir misjafnir eins og við erum mörg. eftir leikskóla hélt mín anfram að tuða um að fá sér stríður en vá hvað ég er vond mamma ég leifi ekki 6 ára dóttir minni sem er ekki byrjuð í skóla að frá sér stríður í hárið hvað finnst ykkur kæru foreldrar um þetta ég er svo hneigsluð á þessu að ég næ bara ekki upp í nefið á mér
en það er best að fara að koma sér í að gera eitthvað frekar þerytt í dag
kveðja Dísa
Flokkur: Bloggar | 29.6.2008 | 13:41 (breytt kl. 13:45) | Facebook
Athugasemdir
Já, auðvitað erum við foreldrar misjafnir. Í sambandi við svona finnst mér skipta mjög miklu máli af hverju þetta er gert. Mig minnir að valkirjan mín sem er sex að verða sjö hafi einhverntímann fengið eina strípu hjá mér af því ég var með afgang. En ég myndi aldrei fjárfesta í strípum í hárið á henni. Einnig fékk unglingurinn minn lengi vel eina bleika skolstrípu í hárið sitt þegar hún fór í jólaklippinguna. Það var frænka hennar sem klippti og mér fannst þetta í fína lagi. Man samt ekki hversu snemma við byrjuðum. Mér finnst t.d. alvarlegra þegar foreldrar eru að setja göt í eyrun á ungabörnum. Það getur verið hættulegt og komið sýking. Og svo skilst mér að bara það að setja göt of snemma getið kallað á ofnæmi eða óþol seinna meir. Mín fékk göt þegar hún var 5. ára og í dag sé ég eftir því að hafa látið undan svona snemma. En þá voru flestar í kringum hana löngu komnar með göt.
En mín er svo að flýta sér að verða fullorðin að hún vill helst fara máluð i skólann. Þarf heldur betur að halda í hana.
En hafðu það gott í vikunni.
Anna Guðný , 30.6.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.