góðan dag elskurnar mínar ég hef ekki sest við tölvuna síðan fyrir helgi .
en helgin hefur verið ágætt veðrið svo sem ekki upp á marga fiska hér fyrir norðan en ég hef bara verðið heima meira og minna að víssu skelltum við okkur í leikhús á föstudagskvöldið sem var alveg æðislegt. skottan mín litla veiktist að vísu á föstudaginn og var frekar slöpp ég bara skil þetta ekki þetta er 6 skiptið sem hún veikist á þessu ári og það er apríl, ég skoðaði í morgun dagbókina mína frægu sem ég krota í þegar skotta verður veik og svona fljót á litið er hún búin að fá 6 pexsílin kúra á árinu og hefur misst 48 daga úr í leikskólanum á þessu ári. um daginn ákvað læknirinn hennar að setja hana í sneiðmyndatöku og skoða allt höfuðið á henni til að gá hvort eitthvað væri þar sem myndi valda þessu eilífum höfuðverk en ekkert sást sem betur fer kannski en einhver ástæða er fyrir því að 6 ára gamalt barn er alltaf með höfuðverk en nú er að líða af tenerífe ferðinni okkar og ég vona svo innilega að hún eigi eftir að ganga vel þrátt fyrir sólarofnæmið hjá skottuni en ég fékk sólarkrem á hana sem er vorn nr 60 og er hún alveg blokkerandi og á hún eftir að koma heim eins og hún fór út en það er nú í lagi ef þessi vörn gerir það fyrir hana sem ég vona svo innilega svo ferðin fari nú í eitthvað annað en veikindi og sjúkrahús visst
en aðal fettir helgarinnar er að skotta missti fyrstu tönnina sína í gær og var það alveg æðislegt hún var svo spennt að það var ekki farið að sofa fyrr en það var búið að hringja í alla í fjölskylduni og segja fréttirnar þetta var held ég meira spennandi en að fá jólagjafir og auðvitað kom tannálfurinn með 100 kr og þetta flótta bréf sem gerði það að verkum að skotta svaf ekkert í nótt því hún var svo spennt að líta undir koddann og vaknaði á 30 mín fresti til að kikka undir koddann sinn
en hafið það gott í snjókomunni hér fyrir norðan
kveðja Dísa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.