jæja þá er loksins farið að sumra á akureyri og við farin að sjá sól alla daga þetta gerir mann bara ánægða með lífið og ég er farin að langa að gera eitthvað sumarlegt hjá mér í gær sátum við nokkrar vinkonurnar út í garði og reyndum að sleikja alla sólina sem skein þar inn sem var alveg yndislegt enda verð ég að fara að æfa mig að sitja í sól þar sem ég er að fara til tenerífe eftir örfáa daga eða í byrjun maí og ætla að vera þar í 18 daga
en mér langar að segja ykkur frá henni dóttir minni hún er 6 ára og fædd með svo gamla sál hún er allgjör snillingur þegar kemur af því að hún fari að segja sögur og spyrja um hina og þessa hluti
en í gær morgun sat ég og var að greiða henni hún stóð alveg kúr og virtist vera mjög hugsi sagði ekki orð þó ég greiddi henni frekar harkalega því við vorum að vera seinar en yfirleitt lætur hún mig alveg vita ef ég geri eitthvað ekki eins og hún vil.
en þegar ég var hálfnuð með að setja í hana tegur sneri hún sér við og sagði mamma ! er gaman að vera fullorðin? ég svaraði og sagði ja ja en það er miklu skemmtilegra að vera barn, því þá getur maður leikið sér alla daga þarf ekki að vinna og gera svona hluti sem fullornir verða að gera.
hún hugsaði smá stund og sagði svo ja en mamma! Bjössa finnst mjög gaman að mála og málar allan daginn (Bjössi er fórstu pabbi hennar og er málari) og þér finnst gaman að hanga í tölvunni og blogga og þú gerir það allan daginn!! þannig að mér hlakkar mikið til að verða fullorðin þá get ég gert það sem mér finnst gaman ALLAN daginn en þarna sést hvað þessi elska hefur litlar áhyggjur af lífinu og er ekki alveg að átta sig á því að þarna er um vinnu að ræða heldur bara hvað okkur finnst skemmtilegt og þá gerum við bara ekkert annað en það.
en þessi elskulegnu börn manns eru hreint yndislegt og færa svo mikla lífsgleði inn á heimilið
en það er best að ég fari nú að gera eitthvað sem mér finnst ekki skemmtilegt eins og að þvo og ganga frá þvotti
en þar til næst hafið það gott og gangið hægt um gleðina dyr um helgina
kveðja Dísa alltaf að gera eitthvað skemmtilegt
Athugasemdir
Sniðug lítil dama
Heiður Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.