Ég hef leingi velt fyrir mér orðinu skilaðarbarn það vita allir hvað skilaðarbarn er en umræðan um þessi börn er eins og að þaug séu eitthvað öðruvísi en önnur börn, fyrir 2 árum þá skildi ég við barnsföður minn eftir 7 ára sambúð og fór að skoða allskonar greinar um skilnað þar var alltaf rætt um skilaðarbörnin en ekki hjónin sem voru að sikla. börn sem verða fyrir því að foreldrar þeirra fara í sitthvora áttina er stimpluð þessu nafni og ef eitthvað kemur upp á í uppeldinu þá er svo oft notað æji já þessi elska hún hefur átt svo ervitt hún er nefilega SKILAÐAR BARN hvernig er þetta að verða hér ég get ekki séð neinn mun á barni sem elst upp með báðum foreldrum og svo barni sem er alið upp af móður sinni eða föður.
Sagt er að það séu meiri líkur á því að skilnaðarbörn lendi í óregglu en börn sem er alin upp með báðum foreldrum skilaðarbörn eiga víst lika meiri líkur á því að ganga ílla í skóla en börn sem eru alin upp hjá báðum foreldrum er þetta ekki spurning um uppeldið ef það er hægt að stimpla þessi blessuðu börn þá getum við farið að búast við því að hátt í 60 % barna fari í óregglu eða geti ekki lært er það málið ég held að fólk ætti að endurskoða þetta aðeins.
Í gær sat ég yfir þessum blessuðu blöðum sem streina hér inn um lúuna á hverjum degi og rak augum í grein sem fyrirsögnin var (skildi við pabba sinn ömmu og afa ) eða eitthvað í þessum dúr en þar var verið að ræða um þegar foreldrar skilja og börnin fara með móður sinni að þá minki svo mikið sambandi við föðurfjölskylduna og ömmur og afar sjái barnabarnið mikið sjaldnar en þegar foreldrarnir voru saman, en afhverju? ég skil það ekki, ekki er það barnið sem vill ekki hitta ömmu leingur því pabbi og mamma búa ekki leingur saman og ekki er hægt að ættlar til þess að börnin taki upp síman og hringi í ömmu og afa alla daga hvort sem það er pabbinn mamman amman eða afi sem sjá barnið sjaldan þá er það í þeirra verkahríng að halda sambandinu en ekki barnsins auðvitað geta foreldrar ítt á barnið og bent því á að það væri kannski sniðugt að hríngja í ömmu því hún hafi ekki heirt í henni í 2 vikur en þannig eru bara ekki allir foreldrar og ömmurnar og afarnir kunna kannski ekki við að vera sífelt á línuni þar sem sonurinn byr ekki leingu á heimilinu en þó svo sé ekki þá eiga þaug alltaf þetta barnabarn og ef þaug vilja halda sambandi er það í verkahríng fullorna fólksins að sjá um það.
Sjálf er ég aðeins alin upp hjá móður minni og þekki því miður pabba minn mjog lítið í dag. Auðvitað var ég send til hans sem lítil stelpa en þegar ég fór að eldast vildi ég ekki fara þangað og sambandið fór að dofna upp úr fermingaraldri, ég man alldrei til þess að faðir minn hafi hríngt í mig bara til að spjalla um lífið og tilveruna eða til að gá hvernig mér gekk í skólanum ég hríngdi í hann þegar mér fannst ég þurfa að segja honum eitthvað sem mér fannst merkilegt og svo þegar ég fór að eldast og sá það að ég þekkti pabba minn lítið sem ekkert og fór að hugsa um hvernig stæði á því og ég vil meina að það hefði átt að vera hann verkahríngur að rækta sambandið því ég var nú barnið hans hann hefði getað hríngt oftar og leifa mér að fylgjast með hans lífi. Í dag sé ég eftir því að hafa ekki reint að kynnast honum meira auðvitað veit ég við hvað hann vinnur hvað konan hans heitir og börnin hans en það er nú ekkert mikið því þetta veit ég lika um nágranna minn og tel mig eiga kannski að vita meira um föðir minn og hans fjölskyldu en siggu í næsta húsi. Í dag á ég 2 yndisleg börn sem eiga föðir minn sem afa en þekkja hann ekkert ættli ég geti ekki talið það á annar hendi hvað hann hefur séð þær oft auðvitað koma flottir jólapakkar með póstinum í des og alltaf er rætt um þennan mann sem afa þeirra auðvitað skilja þær þetta ekki allveg en ég reyni að gera mitt besta í því að segja þeim hvernig þetta er þær vita vel að ég á 2 pabba og virðast skilja það vel því þær eiga það nú líka en svo um dagin átti faðir minn leið hér um og droppaði hér inní í 20 mínotur stelponum mínum fannst það voða gaman enda á hann son sem er ekkert mikið eldri en eldri dóttir mín. Dagin eftir kom móðir mín híngað og þær fóru að segja hennig frá þessum lika frábæra frænda sínum sem hafi komið hér í gær og þá sagði mamma já æðiselgt en hvað sagði Afi gott ? það kom þögn hjá minni eldri og sagði hann er ekki afi minn hann kemur alldrei til okkar og afa koma og leika við börnin sín!!ég sagðiekkert á meðan móðir mín horði á mig og ég á hana hún snéri sér að stelpuni aftur og sagði ju elskan mín hann er afi þinn!! Hvernig í ósköponum er hægt að segja svona? Þar sem þær þekkja hann ekkert nema fyrir flottu jólagjafirnar. En er það í mínu vekahríng að hlaupa og láta þær kynnast afa sínum sem er faðir minn sem ég þekki ekki neitt. núna er ástandið orðið svolítið flókið en ef það hefði verið ræktað eitthvað samband frá byrjun þá væri þetta ekki svona.
Í dag eiga dætur mínar fóstur pabba sem sinnir þeim mikið á heimilinu en þær eiga líka frábæran pabba sem hríngir í þær nánast alla daga bara til að segja hæ og minna þær á að hann elskar þær. Ég leifi þeim að hríngja í föður ömmu sína og afa ef þær vila ef þær vilja fara þángað þá leifði ég það ef amman og afi leifa.Auðvitað sjá föður amma þeirra og afi þær sjaldnar núna en áður enda bjuggum við í næsta húsi við þaug á þeim tíma en þrátt fyrir það vil ég ekki meina að ég hafi skilið við pabba þeirra og þær við föðurfjölskylduna
Skylaðar börn er eins og aðrir það er bara þannig !!!!!
En jæja þá er ég búin að blása skoðunn minni á tölvuborðið og vona að það verði ekki margir mjög ósammála mér
Kveðja Dísa
Athugasemdir
Rosalega fott hjá þér Dísa. ég sá þessa grein einmitt líka. En það sem ég held að sé meiningin þarna sé ekki að það sé eitthvað verra að börn alist upp hjá öðru foreldri, heldur er verið að tala um þann tima sem tekur foreldrana að skilja. Ég veit að það hefur verið mjög erfiur tími hjá mörgum börnum. Í þínu tilfelli heyrist mér að bæði þú og barnsfaðir þinn hafi verið nógu þroskuð til að taka á því máli á ábyrgan hátt. En það er bara því miður ekki alltaf. Maður hefur heyrt þvílíkar sorgarsögur af því hvað t.d. börnin hafa mátt heyra illt umtal um hinn aðilann. Endalausar njósnir. Og svo bara rifrildi og ég tali nú ekki um ef fyllirý er líka stundað.
Ég sjálf kem úr umhverfi þar sem við systkinin höfum verið alveg sérstaklega vernduð. Ólst upp í sveit sem er ekki nema nokkra kílómetra keyrsla frá Akureyri í dag en pabbi minn eignaðist ekki bíll fyrr en ég var held ég 10.ára. Við vorum 8 systkinin og það var bara ekkert verið að fara neitt nema nauðsyn væri. Pabbi og mamma voru þarna alltaf og svo krakkar í sveit og barnapíur. Ekki veitti mömmu af. 8 börn á 9 árum. Sæi mig í anda í dag.
Þetta með umgengisábyrgðina. Ég á einmitt dóttur fyrir. Hún sé hann nokkur skipti á ári og er það yfirleitt vegna þess að hún hefur samband. Hann hefur aldrei haft samband bara til að ahtuga hvernig gengur og ekkert af hans fólki. En hún er velkomin í heimsókn og þekkir systkin sín. Í dag þakka ég fyrir að hafa ekki verið í þessum helgarpabbapakka.
En hún var bara 13 mán. þegar ég kynntist manninum mínum og hann hefur verið henni pabbi í alla staði. Ég segi nefninlega að þú getir alveg verið móðir eða faðir en þú verðir að vinna fyrir mömmu og pabba hlutverkinu. En blóðfaðirinn borgar sitt meðlag , gefur jola- og afmælisgjafir og það er bara allt í besta lagi þar.
En auðvitað eru skilnaðarbörn ekkert öðruvísi en önnur börn. En eins og ég sagði áðan þá gengur kannski því miður held ég á flestum heimilum meira á á meðan ferlið er.
Svo er sameiginlegt forræði eitt enn. Eða réttara sagt ef samið er um að barnið skipti um heimili jafnvel tvisvar í mánuði. Það fær mig enginn til að samþykkja að það sé eðlilegt og hafi engin áhrif á barnið til lengri tíma.
En nú koma örugglega fullt af sérfræðingum og foreldrum og hella sér yfir mig. Eins gott að þetta er á þinni síðu en ekki minni.
Anna Guðný , 28.3.2008 kl. 16:50
ja Anna guðný ég hef verið mjög rög við að skrífa um þetta erviða mál og hélt eins og þú að fullt af brjáluðum foreldrum mindu taka mig í rassgatið hehe vel orðað en svo virðist ekki vera kannski að við seum einu konurnar í heiminum sem höfum eitthvað um þetta mál að segja en það sem fylti mælirinn hjá mér var að dóttir mín kom heim umdaginn með miklar og þungar hugsanir á bakinu þegar ég náði að spurja hana hvað væri að þá var það strákur í leikskólanum hennar sem sagði við hana (heirðu veistu afhverkju pabbi þinn á ekki heima hjá þér?? og þegar svarið var nei þá sneri hann sér við og sagði því þú ert svo leiðinleg hver eru skilaboðin til barnana okkar?? þegar drengurinn var spurður út í þetta og hvort honum fyndist hun leiðinleg þá svaraði hann nei en mamma segjir að ef pabbarnir fara þá eru börnin svo óþekk og leiðinleg að þeir nenna ekki að eiga þaug leingur HALLÓ
börnin læra það sem fyrir þeim er lagt ég tek það framm að dreingurinn er 5 ára gamall og tel ég vera nægan tíma fyrir foreldra hans að útskíra afhverju foreldrar skilja
kveðja Dísa og takk anna guðný þú er snillingur
Dísa Gunnlaugsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:11
Takk fyrir hrósið. Langt síðan ég hef fengið snilllingsnafnbót.
En ég lenti í þessu um daginn að skrifa um eitthvað sem var búin að grassera lengi í huga mínum og ákvað að skrifa um. Ég kann ekki að setja inn link á hana hér en þú getur fundið hana ef þú hefur áhuga á . Hún er frá 11.mars og er um Samkeppni um erlent vinnuafl. Ég er orðin svo þreytt á því að sumir ætlast alltf til að við séum best í öllu fallegu og góðu og blíðu og ja öllu jákvæðu. En gera sé enga grein fyrir því að við erum bara mannflóran eins og annarstaðar í heiminum. Og ef við vilju breyta því verðum við að byrja á okkur sjálfum.Ég hélt að ég fengi þvílíka yfirhalningu og jafnvel sökuð um rasista. en nei , enginn komið með comment ennþá.
Ég hef fengið ýmsar spurningar hérna heim.En það var svo skrýtið að við fluttum hérna á eyrina þegar elsta mín fór í 4. bekk. og veistu, það bara gleymdist að segja að maðurinn minn væri ekki blóðfaðir hennar. Það var aldrei talað um það. Auðvitað vissu kennararnir það en það eru að vísu trúlega óvenju stórt hlutfall fráskildra mæðra sem foreldrar í bekknum hennar. Ég var nú bara að fatta það núna.Hef bara ekkert hugsað út í það.Það eru miklu stærri hlutir sem við sem foreldrar í skólum getum haft áhyggjur. T.d. af hverju sömu börnin koma aldrei með nesti í skólann, eða af hverju sömu börnin koma aldrei í kuldaskóm eða snjógalla og eiga það jafnvel ekki.
Ég gæti skrifað lengi í viðbót en best að kíkja á koddann.
hafðu það gott
Anna Guðný , 29.3.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.